Spilafíklaráðgjafi og fjölskyldumarkþjálfi
Spilavandi.is
Um mig
Alma Hafsteins
fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi
Ég starfa sem spilafíklaráðgjafi og fjölskyldumarkþjálfi með sérhæfingu og áherslu á spílafíkn, ásamt fjölskylduráðgjöf auk þess að vera nemi í sálfræði. Starfaði um árabil hjá Reykjavíkurborg sem verkefnastjóri ásamt því að hafa starfað sjálfstætt. Ég hef áralanga reynslu af spilafíkn, afleiðingum hennar og áhrif á einstaklinga, fjölskyldur og vinnuveitendur.

Ég lauk viðskiptafræði með áherslu á stjórnun frá Háskóla Reykjavíkur 2008, lauk námi sem alþjóðlega vottaður spilafíklaráðgjafi 2021, lauk námi við The Addictions Academy í Certified Gambling Addiction Coach (NCGAC) og Certified Recovery Family Coach (NCRFC) árið 2017 og er í sálfræðinámi samhliða starfi mínu sem spilafíklaráðgjafi.
Sérstakar áherslur: Spilafíkn / spilavandi, ráðgjöf og fjölskyldunámskeið fyrir aðstandendur einstaklinga sem eiga við spilavanda að etja, áfengis- og vímuefnaneytenda ráðgjöf ásamt fjölskylduráðgjöf.
Fíkni markþjálfun fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Er einnig með fyrirlestra fyrir fyrirtæki og stofnanir um spilafíkn og málefni þeim tengdum.