Search
  • Alma Hafsteins

Um fjárhættuspil

Updated: Apr 4, 2019

Einstaklingur er að stunda fjárhættuspil þegar lagt er undir peninga eða eigur og útkoman er óviss þ.e. er háð líkum. Aukning fjárhættuspils á Íslandi er gríðarleg og vandamál tengd fjárhættuspilum hafa aukist. Margir tengja fjárhættuspil eingöngu við spilavíti og póker en svo er ekki. Það er margar leiðir til að stunda fjárhættuspil t.d.:


* Lottó

* Póker, bæði á netinu og ólöglega hér á Íslandi

* Veðmálasíður á netinu

* Spilakassar

* Bingó

* Spilavítisleikir t.d. á netinu

* Veðja á íþróttleiki

* Lengjan

* Skafmiðar

* Happdrættismiðar

* Hlutabréfamarkaðir * Gjaldeyrismarkaðir * Skuldabréfamarkaðir

* Ýmsar fjárfestingar eins og fasteignir


Svo fátt eitt sé nefnt. Flestir eiga sitt uppáhalds t.d. spila eingöngu í spilakössum meðan aðrir stunda nær eingöngu Lengjuna en það er ekki algilt.

Flestir byrja að stunda fjárhættuspil sér til skemmtunar og oft er þetta félagslegt. Flestir geta lagt undir og það veldur þeim ekki teljandi tjóni og þeir einstaklingar geta stjórnað hversu mikið þeir leggja undir og hve miklum tíma er varið í fjárhættuspil. En svo eru það einstaklingar sem verða háðir og missa stjórn, eyða meiri fjármunum og tíma en upphaflega stóð til og geta ekki sama hvað þeir reyna hætt fjárhættuspilum.


Smelltu hér til að taka sjálfspróf!

112 views0 comments

Recent Posts

See All

Spilafíkn er stjórnlaus þátttaka í fjárhættuspilum sem hefur alvarlegar afleiðingar. Andleg vanlíðan, þunglyndi, kvíði og streita eru algengir fylgifiskar spilafíknar. Spilafíkill er iðulega upptekinn

Það er til lausn við spilavanda/spilafíkn Ef þú átt við spilavanda að etja eða einhver nákomin þér þá er til lausn. Hafðu samband og fáðu aðstoð. Að vera spilafíkill er ekkert til að skammast sín fyri

Er spilafíkn sjúkdómur? Já. Á Íslandi er gjarnan notað hugtakið spilafíkn í dag. Sálfræðingar hafa gjarnan rætt um spilaáráttu. Árið 1980 var spilafíkn samþykkt í Bandaríkjunum sem sjúkdómur og þá und