top of page
Search
  • Alma Hafsteins

Átt þú við spilavanda að etja?

Það er til lausn við spilavanda/spilafíkn

Ef þú átt við spilavanda að etja eða einhver nákomin þér þá er til lausn. Hafðu samband og fáðu aðstoð. Að vera spilafíkill er ekkert til að skammast sín fyrir. Spilafíklar geta fundist alls staðar í þjóðfélaginu og skera sig ekki úr fjöldanum. Spilafíkn fer ekki í manngreinaálit, hefur ekkert með greind, aldur, kyn, hæfni eða getu að gera. Spilafíkn er mjög falin sjúkdómur í nútíma samfélagi. Spilafíkn er ekki slæmur ávani, heldur mjög erfiður, lúmskur og skæður sjúkdómur. Á svipaðan hátt og fólk verður háð áfengi eða fíkniefnum verða spilafíklar haldnir óstjórnlegri löngun til að leggja undir fé í ýmis konar fjárhættuspilum og einstaklingurinn missir hæfni og getu til að stjórna eigin fjármálum og lífi. Afleiðingar spilafíknar eru kvíði, þunglyndi, streita og einangrun ásamt fjárhagslegum erfiðleikum. Öll lífsgæði hjá virkum spilafíkli skerðast ásamt því að hafa veruleg áhrif á tilveru og samskipti við fjölskyldu, börn, nánustu ættingja og vini. Hér getur þú tekið sjálfspróf og séð hvort þú eða einhver nákominn þér eigi við spilavanda að etja.


Smelltu hér til að taka sjálfspróf.

Hafðu samband og fáðu hjálp hvort sem þú ert að kljást við spilafíkn sjálf/ur eða einhver nákomin þér.

86 views0 comments

Recent Posts

See All

Spilafíkn er stjórnlaus þátttaka í fjárhættuspilum sem hefur alvarlegar afleiðingar. Andleg vanlíðan, þunglyndi, kvíði og streita eru algengir fylgifiskar spilafíknar. Spilafíkill er iðulega upptekinn

Einstaklingur er að stunda fjárhættuspil þegar lagt er undir peninga eða eigur og útkoman er óviss þ.e. er háð líkum. Aukning fjárhættuspils á Íslandi er gríðarleg og vandamál tengd fjárhættuspilum ha

Er spilafíkn sjúkdómur? Já. Á Íslandi er gjarnan notað hugtakið spilafíkn í dag. Sálfræðingar hafa gjarnan rætt um spilaáráttu. Árið 1980 var spilafíkn samþykkt í Bandaríkjunum sem sjúkdómur og þá und

bottom of page