top of page
Search
  • Alma Hafsteins

Hvað er spilafíkn?

Spilafíkn er stjórnlaus þátttaka í fjárhættuspilum sem hefur alvarlegar afleiðingar. Andleg vanlíðan, þunglyndi, kvíði og streita eru algengir fylgifiskar spilafíknar. Spilafíkill er iðulega upptekinn af hugsunum um fjárhættuspilum og hugsar um leiðir til þess að spila áfram og/eða leggja undir, gjarnan í þeim tilgangi að endurheimta glatað fé. Það eykur aðeins fjárhagslegan skaða þannig að við andlega vanlíðan bætast oft miklir fjárhagslegir erfiðleikar og í versta falli gjaldþrot. Skaðlegar afleiðingar spilafíknar eru vel þekktar og bitna ekki aðeins á fíklinum sjálfum heldur einnig á fjölskyldu hans og samfélaginu öllu. Ýmsar skaðlegar afleiðingar spilavanda eru þekktar, svo sem: kvíði, þunglyndi, slæmt heilsufar, slök frammistaða í starfi, fjarvera frá vinnu, atvinnumissir, fjárhagslegir erfiðleikar, skuldasöfnun, eignatap, gjaldþrot, fjölskylda vanrækt, skilnaðir, heimilisofbeldi og sjálfsvig.

182 views0 comments

Recent Posts

See All

Einstaklingur er að stunda fjárhættuspil þegar lagt er undir peninga eða eigur og útkoman er óviss þ.e. er háð líkum. Aukning fjárhættuspils á Íslandi er gríðarleg og vandamál tengd fjárhættuspilum ha

Það er til lausn við spilavanda/spilafíkn Ef þú átt við spilavanda að etja eða einhver nákomin þér þá er til lausn. Hafðu samband og fáðu aðstoð. Að vera spilafíkill er ekkert til að skammast sín fyri

Er spilafíkn sjúkdómur? Já. Á Íslandi er gjarnan notað hugtakið spilafíkn í dag. Sálfræðingar hafa gjarnan rætt um spilaáráttu. Árið 1980 var spilafíkn samþykkt í Bandaríkjunum sem sjúkdómur og þá und

bottom of page