Námskeið

Fjölskyldunámskeið

– Fræðsla og úrræði 
– Hvað er hægt að gera ef fjölskyldumeðlimur á við spilavanda að etja?
– Hvað er spilafíkn?
– Hvernig lýsir spilafíkn sér?
– Hverjar eru afleiðingar spilafíknar?
– Þróun spilafíknar – á einstaklinginn og fjölskyldu?
– Hvernig er hægt að aðstoða spilafíkil eða einstakling sem haldinn er spilavanda?
– Fjárhagslegar afleiðingar spilavanda/spilafíknar
– Hvað er meðvirkni?

Á þessu fjölskyldunámskeiði fær fólk fræðslu um sjúkdóminn spilafíkn, hvernig hægt er að bregðast við og hvernig hægt er að minnka skaða af völdum spilafíknar á líf og líðan fjölskyldu spilafíkils. Rannsóknir sýna að að meðaltali verða 6-8 einstaklingar fyrir neikvæðum áhrifum eins einstaklings sem er að kljást við spilafíkn. Á námskeiðinu er farið yfir hver þessi áhrif eru, hvernig hægt er að takast á við neikvæðar afleiðingar og hvernig hægt er bregðast við á annan hátt.
Námskeiðið saman stendur af fyrirlestri sem tekur 2 klst. og tveim umræðuhópum. Í umræðuhópunum gefst fólki tækifæri á að tala um upplifun sína af námskeiðinu, hvernig fólki gengur að tileinka sér þær upplýsingar og fræðslu sem farið var í á námskeiðinu í sinu daglega lífi.
Alma Hafsteins spilafíklaráðgjafi og fjölskyldumarkþjálfi fer yfir sjúkdóminn og útskýrir spilafíkn. Áhrif spilafíknar á aðstanendur og umhverfi virks spilafíkils.

Hægt er að bóka sig á námskeið eða hafa samband við Ölmu Hafsteins í síma 788 8989 eða senda tölvupóst á alma@spilavandi.is