top of page

Fjölskyldunámskeið

- Fræðsla og úrræði 

- Hvað er hægt að gera ef fjölskyldumeðlimur á við spilavanda að etja?

- Hvað er spilafíkn?

- Hvernig lýsir spilafíkn sér?

- Hverjar eru afleiðingar spilafíknar?

- Þróun spilafíknar – á einstaklinginn og fjölskyldu?

- Hvernig er hægt að aðstoða spilafíkil eða einstakling sem haldinn er spilavanda?

- Fjárhagslegar afleiðingar spilavanda/spilafíknar?

- Hvað er meðvirkni?

Á þessu fjölskyldunámskeiði fær fólk fræðslu um sjúkdóminn spilafíkn, hvernig hægt er að bregðast við og hvernig hægt er að minnka skaða af völdum spilafíknar á líf og líðan fjölskyldu spilafíkils. Hvernig áhrif spilavandi eintaklings hefur á allt umhverfi hans, þar með talin fjölskylda, vinir og aðrir sem eru í samskiptum við hann.

 

Einnig verða tvisvar sinnum umræðuhópar.  í umræðuhópunum gefst fólki tækifæri á að tala um upplifun sína af námskeiðinu og hvernig fólki gengur að tileinka sér upplýsingar og fræðslu af námskeiðinu í sinu daglega lífi.

 

Alma Hafsteins fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi fer yfir sjúkdóminn og útskýrir spilafíkn. Áhrif spilafíknar á aðstanendur og umhverfi virks spilafíkils. 

Næsta námskeið verður haldið  í byrjun ágúst 2022, dagsetning auglýst síðar. Hægt er að senda tölvupóst á alma@spilavandi.is til að skrá sig og/eða fá nánari upplýsingar. 

bottom of page